Um Stálflex

Stálflex

Stálflex var stofnað í Reykjavík árið 1988.

Stofnendur voru Björn Gunnarsson og fjölskylda hans.

Áhersla skyldi lögð á vélbúnað tengdum endurnýjanlegum orkugjöfum, áhugamáli vegna 12 ára starfsreynslu á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns (nú hluti Verkfræðistofunar Mannvits), m.a. við eftirlit og hönnun á 1.2.& 3. orkuveri HS Orku í Svartsengi.

Fyrstu árin, auk framleiðslu skrifstofuhúsgagna, einkenndust af verkefnum með Audience Systems og Hussey Seating Company áhorfendabekki fyrir íþróttahús.

Fram til ársins 2005 var Stálflex til húsa að Skúlagötu 61, þar sem var sýningarsalur með Comforto/Haworth, Herman Miller, Lammhults og Knoll skrifstofuhúsgögn.

Í dag er sýningarsalur skrifstofuhúsgagna hjá Haworth í Frankfurt í Þýskalandi.

Stálflex er það sem kallað er”fabless” fyrirtæki þ.e. við höfum ekki eigin framleiðslu en veitum ráðgjöf, hönnum og látum sérsmíða vöruna hjá bestu framleiðendum þegar það á við. Dæmi um þetta eru t.d. vörur hannaðar og framleiddar fyrir Cargolux í Luxemburg, Grafarvogskirkju og Póst og Síma.

Framtíðarstefna Stálflex er nú tekin á verkefni allt frá minnsta stól og uppí stærstu vindorkuver.

Framtíðin er björt, vilji er allt sem þarf.

→ Sjá myndir í myndasafni

→ Dæmi um verkefni